Eldumst og eflumst

Ald­ur er af­stæður enda seg­ir hann okk­ur ekki allt um lík­am­lega eða and­lega heilsu, hreyfigetu eða minni. Við lif­um líka leng­ur en áður og erum hraust­ari. Þessi staðreynd fer ekki fram hjá nein­um bæj­ar­búa í Garðabæ. Fjöl­breytt­ur og öfl­ug­ur hóp­ur eldri bæj­ar­búa er stór hluti af mann­líf­inu í Garðabæ. Mik­il þátt­taka í Janus­ar-verk­efn­inu, göngu­hóp­ar, golf, kaffi­húsa­hitt­ing­ar, zumba, sund, qi-gong, skák, bridge og svo mætti áfram telja. Það hef­ur orðið stór­kost­leg vit­und­ar­vakn­ing um mik­il­vægi þess að viðhalda virkni og stuðla að vellíðan eldra fólks. Fjöl­nota íþrótta­húsið Miðgarður mun bæta aðstöðu til heilsu­efl­ing­ar til muna. Fé­lags­starfið í Jóns­húsi er öfl­ugt en við þurf­um að gera bet­ur, fjölga val­kost­um og lengja þjón­ustu­tíma. Huga þarf að upp­bygg­ingu á þjón­ustu og fé­lags­starfi í nýj­um hverf­um til að auka aðgengi eldri bæj­ar­búa í nærum­hverfi sínu.

Betri heimaþjón­usta og heilsu­gæsla
Samþætta þarf bet­ur verk­efni og þjón­ustu rík­is og sveit­ar­fé­laga við eldra fólk með sér­stakri áherslu á samþætt­ingu heima­hjúkr­un­ar og stuðningsþjón­ustu. Finna þarf nýj­ar leiðir til þess að auka við stuðning og heimaþjón­ustu, sam­hliða því að stuðla að auk­inni virkni. Ákveðin gjá hef­ur mynd­ast hjá hópi aldraðra þegar bú­seta í heima­húsi verður erfið en dvöl á hjúkr­un­ar­heim­ili hent­ar ekki eða er ekki í boði. Við þurf­um áfram að tryggja fram­boð á fjöl­breyttu hús­næði í sveit­ar­fé­lag­inu. Eins mun lækk­un fast­eigna­gjalda hafa já­kvæð áhrif á þenn­an hóp. Ríkið verður að fjölga rým­um á hjúkr­un­ar­heim­il­um og efla dagþjón­ustu. Ástandið á heilsu­gæsl­unni er ekki boðlegt. Það geng­ur ekki að biðtími aldraðra og veikra eft­ir því að fá tíma hjá lækni telj­ist í vik­um. Við þurf­um að tryggja þess­um hópi greiðan aðgang að öldrun­ar­lækn­um eða hjúkr­un­ar­fræðing­um.

Efl­um ný­sköp­un í öldrun­arþjón­ustu
Mik­il tæki­færi eru í betri nýt­ingu á fjöl­breyttri vel­ferðar­tækni sem og sam­hæf­ingu milli þjón­ustu­kerfa með það að mark­miði að bæta þjón­ustu. Ávinn­ing­ur­inn er hag­kvæmni, minni sóun á tíma og mannafla og um­fram allt auk­in lífs­gæði og sjálf­stæði not­enda. Við þurf­um að setja auk­inn kraft og áherslu á inn­leiðingu vel­ferðar­tækni í þjón­ustu við eldra fólk.
Rann­sókn­ir sýna að Covid hef­ur haft al­var­leg­ar af­leiðing­ar á líðan fólks. Eldra fólk er meira einmana. Far­ald­ur­inn hef­ur dregið úr fé­lags­leg­um sam­skipt­um. Þetta er slæm þróun, þróun sem við þurf­um að taka al­var­lega og bregðast við af festu og fag­mennsku. Hér þurfa ríki og sveit­ar­fé­lög að grípa inn í.

Ein­fald­ara kerfi og betri þjón­usta
Það þarf að móta heild­stæða stefnu í mál­efn­um eldri borg­ara. Hér er um að ræða risa­vaxið þjóðfé­lags­verk­efni sem ekki má ýta til hliðar. Ljóst er að þarf­ir fólks eru mjög mis­mun­andi og lausn­ir verða að vera ein­stak­lings­miðaðar. Ein­falda þarf flókið og sund­ur­leitt lagaum­hverfi í mál­efn­um eldra fólks og gera það skil­virk­ara. Góð þjón­usta á að vera ein­stak­lings­miðuð, samþætt og aðgengi­leg.

Áslaug Hulda Jónsdóttir © 2024. Allur réttur áskilinn.